Haltu áfram að skína

Er vinnustaðurinn þinn kaótískur, eru tíðar breytingar á skipuriti, deildum og mannafla. Er ráðið inn í stöður án auglýsinga, er „uppáhalds starfsfólks“ menning og er andað ofan í hálsmálið á þér eða þú útilokuð/aður frá mikilvægum fundum? Eru pólítískar ákvarðanir teknar á kostnað mannauðs? Veistu aldrei á hverju þú átt von á, er þér farið að líða illa á vinnustaðnum, áttu erfitt með svefn og kvíðir þig fyrir að mæta í vinnuna?

Ef svarið er  já þá ertu að vinna á óheilbrigðum vinnustað. Það er oft erfitt að taka skrefið og segja skilið við vinnustaðinn og fara út í fjárhagslega óvissu og afkomukvíða. En hversu mikils metur þú eigin heilsu? Er vinnustaðurinn þess virði að missa heilsuna fyrir? Hvað er maður án heilsu?

Ef þú vinnur áfram undir þessum kringumstæðum þá smám saman gefur heilsan sig. Að vera í stöðugu streituástandi leiðir til alls konar líkamlegra og andlegra kvilla sem ég mun ekki reyfa hér enda flestum ljóst.

Það er því ekki nóg að fara í jóga og reyna að fara út að ganga og stunda hugleiðslu og halda að vinna áfram undir eitraðri vinnustaðamenningu. Þegar kjarna gildin þín samræmast ekki gildum vinnustaðarins er ljóst að þið eigið ekki samleið. Þetta er svipað og yfirgefa ofbeldissamband. Eitt er ljóst, það mun ekkert breytast á vinnustaðnum og þar liggur vandinn. Stundum þarf að taka djarfar ákvarðanir en meirihluti fólks sem hefur tekið stökkið út úr slíkum aðstæðum segir það besta sem hefur komið fyrir þau að hætta á vinnustaðnum. Alltaf opnast aðrar dyr. Hugsaðu um sjáfan þig og haltu áfram að skína, það gerir það enginn fyrir þig.


Höfundur

Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University,

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband