Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Hvað kosta einelti og kulnun vinnustaðinn?

Skv. rannsókn Branche & Murray sem gerð var 2015 kostar vinnustaðaeinelti um 100.000 dollara per mann á ári. Það eru rúmar 13 milljónir á starfsmann. Þetta er ekki fjarri lagi. Það þarf að fá inn hlutlausan fagaðila sem tekur hátt í eina milljón fyrir verkið. Þá hverfa oftast bæði meintur þolandi og meintur gerandi í burtu frá vinnustaðnum á fullum launum og þeirra störf þarf því líka að manna. Ef þau eru ekki mönnuð leggst meiri vinna á samstarfsaðila og enginn veit hversu lengi það mun vara. Ef viðkomandi starfsmenn eru sérfræðingar af einhverju tagi hverfa stundum með þeim viðskiptavinir með auka fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækið. Starfsmannavelta verður meiri og orðspor fyrirtækja og stofnana er í mikilli hættu. Það er mikilvægt í jafn litlu landi og okkar þar sem samkeppni er hörð. Þar að auki getur fólk í ljósi niðurstaðna höfðað málsókn gegn fyrirtækinu með tilheyrandi kostnaði. Þetta er umhugsunarvert og þá sérstaklega í því ljósi að rannsóknir sýna fram á að vinnustaðaeinelti fer vaxandi. Frá því um 2015 þegar einelti var á heimsvísu um 5% var það komið í 15% árið 2021. Doktorsnemar í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík eru að rannsaka kulnum á íslenska vinnumarkaðnum er í vinnslu og niðurstaðna er að vænta vonandi innan skamms.

Einn fremsti rannsóknaraðili á vinnustaðaeinelti í heiminum í dag er Norðmaðurinn, Ståle Einarsen. Hann hefur rannsakað fyrirbærið í 30 ár og í nýjustu grein hans sem kom út í síðustu viku ályktar hann ásamt sínum samstarfsmönnum að streituþættir í stjórnun og skipulagi vinnustaða ásamt stuðningi yfirmanna séu helstu orsakir fyrir að einelti eigi sér stað á vinnustað. Þessu ber að fagna þar sem þetta segir okkur að við getum lagað þessa þætti á vinnustöðum til að minnka skaðann. Í fæstum tilfellum eru það því einstaklingar sem valda þessum skaða. Forvarnir á þeim þáttum sem eiga þátt í að valda þessum skaða eru því á valdi stjórnenda að bæta úr. Það sama á við um kulnun þar sem vinnustaðatengdir þættir í stjórnun og skipulagi eiga þátt í að valda því að hún eigi sér stað ef við tölum út frá skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnarinnar(WHO).

Af hverju eru þá fyrirtæki og stofnanir ekki að sinna þessum áhættuþáttum?

Sennilega vegna þess að lítið er vitað um þessa þætti og þá ekki hvað þarf að gera til að remma þá af. Eitt vitum við þó alla vega fyrir víst að það er gerlegt og nauðsynlegt er að bæta þá. Með þessu er hægt að koma í veg fyrir heilmikinn kostnað, óþægindi og að eiga það á hættu að vinnustaðurinn lamist vegna mála sem koma upp og bíða meðhöndlunar. Það tekur verulega á alla starfsmenn þegar þessi mál koma upp. Þau fyrirtæki og stofnanir sem huga að þessum forvarnarþáttum hafa forskot á markaði og auka líkur á að vinnustaðurinn verði eftirsóttur og vinsæll af öllum hagsmunaaðilum. Þess þá heldur eru það mikilvæg skilaboð til starfsmanna sem sennilega geta aukið hollustu, að stjórnendum standi ekki á sama hvað varðar andlegt heilbrigði starfsfólks síns.


Höfundur

Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband