Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2022
Í dag er dagur eineltis og í ljósi nýlegra frétta af auknu einelti og ofbeldi er vert að staldra við og leita leiða til að sporna gegn þessum vágesti.
Árið 2010 sýndi greining á 86 rannsóknum að vinnustaðaeinelti var þá 14,6% á heimsvísu.Því miður er það svo skv. nýjustu rannsóknum að vinnustaðaeinelti er að færast í aukanna. Það er því kannski ekki skrýtið að okkur finnist einelti á meðal barna og ungmenna vera að aukast en ég þekki ekki hvað rannsóknir segja um það í dag. En ef svo er raunin, hvað veldur? Er það aukin vanlíðan skólabarna eða er það vegna samskiptamiðlanotkunar þar sem margir fara stórum í skjóli nafnleyndar? Eða er það afleiðing af einangrun barna og ungmenna á meðan að COVID19 faraldurinn stóð sem hæst? Hvert sem svarið er við þessum spurningum sem örugglega er verið að rannsaka í dag þá skiptir máli að birgja brunninn. Það má enginn komast upp með þessa hegðun óáreitt/ur og hana þarf að stöðva áður en henni er haldið áfram á síðari stigum lífsins þ.e. á vinnustöðum.
Í meistararritgerð minni á vinnustaðaeinelti og hópelti árið 2021, kom fram að ákveðin persónuleikaeinkenni bæði þolanda og geranda sem og þættir í vinnuumhverfi skýra að vinnustaðaeinelti geti átt sér stað. Það má því gera því skóna að þessir þættir geti líka átt við um einelti innan skólasamfélagsins. Alla vega hafa áhrif. Þar má nefna stjórnendastíl og þætti í vinnustaðamenningu þó svo að einelti meðal barna þurfi ekki alltaf að vera eins flókið og einelti fullorðinna sem hlýtur þó að miðast við aldursskeið barna hverju sinni.
Við höfum öll þörf fyrir að tilheyra hópi hvort sem er í skóla eða á vinnustað og það er því mikil streita sem fylgir því að vera útskúfaður frá hópi hvort sem það er gert með látum eða í kyrrþey án þess að aðrir sjái eins og oftar er með einelti meðal fullorðinna.
Virtustu fræðimenn heims á sviði vinnustaðaeineltis/hópeltis telja að forvarnir séu besta vopnið í stríði við þennan vágest. Forvarnir varðandi samskiptamáta innan vinnustaða og á þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem valda eru mjög mikilvægir. Þar sem skólarnir eru vinnustaðir barna og ungmenna væri tilvalið fyrir skólasamfélögin að skoða þessa sálfélagslegu þætti innan hvers skóla, vera með fræðslu um einelti og afleiðingar þess á hverri önn og vera með skýra stefnu um aðgerðir þegar slíkt kemur upp innan skólanna. Þetta á auðvitað einnig um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti innan skólasamfélagsins og viti menn það er nóg til að rannsóknum sem sýna hvaða inngrip virka. Non-tolarence stefna fyrir öllum tegundum ofbeldis þarf að vera til staðar hvort sem það á við um skóla eða aðra vinnustaði landsins. Forvarnir eru alltaf sterkasta vopnið.
Bloggar | 8.11.2022 | 17:56 (breytt kl. 22:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Apríl 2023
- Nóvember 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Október 2021
- Júní 2021
- Júlí 2020
- Júní 2019
- Nóvember 2018
- Ágúst 2018
- Febrúar 2018
- Nóvember 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Mars 2017
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015