Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Siðblindir stjórnendur

Þegar almenningur heyrir um siðblinda einstaklinga sjá þér fyrir sér nokkurs konar skrímsli. Eins og á við um barnaníðinga. Hins vegar er staðreyndin sá um báða fyrrnefnda,að þeir líta jafnvel út eins og okkar besti vinur eða nágranni.Það er ekkert "skrímslalegt" við útlit þeirra.

Siðblindir einstaklingar þrífast á völdum og þeirri stjórn sem þeir hafa á öðrum í  kringum sig. Þeir hafa góða stjórn á eigin hegðun og hegðun fólks í sínum innsta hring.

Siðblindir einstaklingar í opinberum störfum eru mikil ógn fyrir vinnustaði, starfsfólk og samfélagið í heild. Þetta er skv. rannsóknum Clive Roland Boddy, en hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á persónum sem falla undir þessa greiningu. Skv. honum eru siðblindir einstaklingar þrisvar sinnum fleiri í æðstu stöðum þjóðfélagsins heldur en í hinu almenna þýði þjóðar. Þeir eru mjög færir í að leika sjarmerandi og góðar manneskjur og „manipulera“ fólk. Þeir eru yfirleitt afburða greindir og geta lagt flesta í munnlegri rökræðu.

Yfirleitt valda þeir ekki þeim stöðum sem þeir fá en með því að falsa á sér heimildir geta þeir setið lengi í slíkum stöðum. Fáir ef einhverjir sem sjá í gegnum þá þora að rísa gegn þeim enda ærin ástæða til.  

Siðlausir stjórnendur búa til siðlausan vinnustað. Siðlausan vinnustað sem mengar samfélag okkar og eitrar.  Dr. Hare sem hefur rannsakað siðblindu mikið og gefið út fjölmargar greinar og bækur segir „ If we can´t spot them, we are doomed to be their victims, both as individuals and as a society“.

Skv. Boddy njóta þessir einstaklingar þess að eyðileggja mannorð annarra og sýna engin merki iðrunar hvað það varðar. Þeir skapa oft ringulreið í kringum þá gagngert til þess að fá fólk til að fara í tilfinningalegt uppnámog splitta.  Á meðan allt er í uppnámi skapa þeir frið til að halda ásetningi sínum áfram. Þetta leiðir til þess að þeir eru oft þeir einu sem eru yfirvegaðir í ringulreiðsástandinu. Þannig  fá þeir jafnvel stöðuhækkun þar sem þeir sýndu „aðdáunarverða“ yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Þannig lítur það út, út á við. Sá siðblindi hefur beðið rólegur eftir þessu tækifæri enda sjálfur valdur af þessum glundroða. Þessir aðilar komast oft í háar stöður í samfélaginu enda svífast þeir einskis til að komast á þann stað og á kostnað hvers sem er.  Þeir beita yfirveguðum hernaðaraðgerðum til að fá sínu fram. Þeir leggja í einelti, svíkja, ljúga og „manipulera“ fólk og aðstæður og sofa svo eins og ungabörn á nóttunni. Ekkert hreyfir við þeim.

Í grein sem Dr. Brynja Bragadóttir, heitin, skrifaði um siðblindu í júní 2015 á eftirfarandi við um siðblinda einstaklinga, í samskiptum við annað fólk.

Þessi grein fjallar um fyrrnefnda þáttinn, en undir hann heyra sex atriði: 

  1. Tungulipurð og yfirborðskenndir persónutöfrar. Siðblindir einstaklingar eru oft vel máli farnir. Það getur verið mjög gaman að spjalla við þá. Þeir koma jafnframt vel fyrir og geta verið mjög viðkunnanlegir og sjarmerandi.
  2. Sjálfhverfa og stórar hugmyndir um eigið ágæti.Þeir sem eru siðblindir hafa oftast mjög stórar hugmyndir um sjálfa sig. Þeir eru vanalega einnig mjög sjálfhverfir og telja að önnur lögmál gildi um þá en aðra.
  3. Skortur á samvisku eða sektarkennd.Siðblindum virðist oft standa á sama um það hvaða áhrif þeir hafa á aðra, sama hversu alvarleg þau eru. Skortur á iðrun eða sektarkennd gerir það að verkum að siðblindir einstaklingar eiga auðvelt með að réttlæta eigin hegðun, að firra sig ábyrgð eða láta sem ekkert hafi gerst.
  4. Skortur á samkennd. Algengt er að siðblindir einstaklingar eigi erfitt með að sýna öðrum samkennd eða setja sig í spor annarra. Á þetta sérststaklega við á tilfinningasviðinu. Vanlíðan annarra virðist t.d. ekki hreyfa við þeim.
  5. Lygar og blekkingar.Siðblindir einstaklingar beita lygum og blekkingum og óttast ekki að upp um þá komist. Ef það gerist, þá virðist það ekki trufla þá. Þeir breyta bara sögum sínum eða hagræða sannleikanum, þannig að aðrir sannfærist.
  6. Fábrotið tilfinningalíf.Svo virðist sem tilfinningalíf siðblindra sé fábrotið. Virðast þeir oft vera kaldir og tilfinningalausir. Ef þeir sýna tilfinningar, þá eru þær mjög yfirborðskenndar og skammvinnar.

Það er hins vegar mjög erfitt að átta sig á hvort einstaklingur sé siðblindur eða ekki. Líf þeirra snýst um að uppfylla eigin þarfir á kostnað annarra. Þessir einstaklingar fá aðra til að efast um sjálfa sig þannig að flestir sem eru „heilbrigðir“ í kringum þá líta í eigin barm til að leita að ástæðum í stað þess að sjá að rót vandans stendur sprelllifandi fyrir framan þá. Það þarf því mikið að ganga á og yfir langan tíma til að svona hegðun sé upprætt. Það þarf líka mikinn kjark til þess að standa í vegi fyrir þessum einstaklingum og berskjalda þá. Þeir eru helsjúkir og algjört mein í samfélagi okkar og þeir munu ekki gefast upp nema í fullan hnefann.

Þessir aðilar nota m.a. aðferð sem kölluð er „kiss up, kick down“. Þeir smjaðra fyrir þeim sem geta veitt þeim meiri völd, og sparka í þá sem eru undir þeim og hafa ekki neina þýðingu fyrir þá í sinni sjálfselsku vegferð. Þeir þurfa einfaldlega ekki á þeim að halda. Þeim finnst ekki mikið tiltökumál að eyðileggja mannorð annarra ef það hjálpar þeim í þeirra ásetningi. Þeirra eigin hagsmunir eru alltaf á kostnað þeirra sem þeir eiga að bera hagsmuni fyrir sem æðstu menn embættisins.

En hvað er hægt að gera ef fólk áttar sig á því að þeirra yfirmaður sé siðblindur? Ef þú ert starfsmaður er því miður eina svarið við því, forðaðu þér. En sérstu hinsv egar að ráða inn aðila í hátt embætti, skaltu taka tillit til þess að þessir einstaklingar sækjast í valdastöður og hafa það í hugaí ráðningarferlinu. 


Höfundur

Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband