Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur spáð því að árið 2030 verði um 30% fólks heimsins orðið fyrir þunglyndi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Þetta er mikilvæg áminning um að geðrænar áskoranir eru almennur þáttur í lífi margra og að vinnustaðir þurfa að bregðast við þessum þróun með markvissum hætti.
Stjórnendur fyrirtækja og stofnana bera ábyrgð á því að tryggja bæði velferð starfsfólks og árangur fyrirtækisins. Það er því nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um geðræna vanda og geti útfært einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir þá starfsmenn sem glíma við slíkar áskoranir. Slík nálgun stuðlar ekki aðeins að betri líðan starfsmanna heldur eykur einnig framleiðni og gæði verkefna sem fyrirtækið vinnur að.
Hagnýt ráð fyrir stjórnendur eru meðal annars:
Regluleg eftirfylgni og stuðningsviðtöl: Fylgjast með streitu og vellíðan starfsfólks með uppbyggjandi one-on-one samtölum í samráði við starfsmenn.
Kortlagning streituþátta: Skrá niður helstu streituvalda innan vinnustaðarins og greina hvaða úrræði og stuðning sé þörf til að draga úr áhrifum þeirra.
Fjárfesting í yfirstjórn: Tryggja að stjórnendur séu hæfir, faglegir og authentic í samskiptum. Rannsaka streituþætti áður en lausnir eru kynntar til að tryggja að þær séu markvissar og gagnlegar.
Fyrirbyggjandi áætlanir: Útbúa markvissa stefnu sem miðar að því að auka starfsánægju, minnka streitu og styrkja vinnustaðamenningu.
Best væri að láta útbúa sálfélagslegt áhættumat fyrir vinnustaðinn og vinna kerfisbundið með niðurstöðurnar. Með því móti má draga úr áhættu þess að missa starfsfólk vegna streitu eða annarra áhrifaþátta sem hægt er að hafa áhrif á. Slík vinnubrögð styrkja ekki aðeins fyrirtækið innanhúss heldur auka einnig samkeppnisforskot á markaði.
Flokkur: Bloggar | 30.9.2025 | 10:59 (breytt kl. 10:59) | Facebook
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Október 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Apríl 2023
- Nóvember 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Október 2021
- Júní 2021
- Júlí 2020
- Júní 2019
- Nóvember 2018
- Ágúst 2018
- Febrúar 2018
- Nóvember 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Mars 2017
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning