Stuðningur við mannauðsstjóra og þeirra fólk

Flestir vita að mannauðsstjórar sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á vinnustað. Þeir styðja bæði stjórnendur og starfsfólk sem glíma við margvíslegar áskoranir í starfi og einkalífi. Mannauðsstjórinn er oft hluti af framkvæmdastjórn stórra fyrirtækja og starfið getur því verið einmanalegt. Hann stendur milli stjórnar og stjórnenda annars vegar og annarra starfsmanna hins vegar, þarf að hlusta á trúnaðarupplýsingar sem hann getur ekki deilt með öðrum og tekur oft á erfiðum mannlegum samskiptamálum – þar með talið eineltismál og uppsagnir. Þetta gerir það að verkum að hann fer oft heim með erfið mál á kvöldin sem eru ekki auðveld að leggja frá sér.

En hver styður mannauðsstjórana sjálfa?
Mannauðsstjórar þurfa öruggt og hlutlaust umhverfi þar sem þeir geta talað opinskátt um streitu, tilfinningar og faglegar áskoranir. Þeir þurfa einnig vettvang til að ræða með öðrum í sama starfi – bæði faglega og persónulega – án þess að brjóta trúnað eða verða dregnir inn í deilur. Þetta á ekki aðeins við um einstaka stjórnendur, heldur einnig allan mannauðsstétt innan fyrirtækja.

Rannsóknir benda til að langvarandi streita geti leitt til kulnunar meðal mannauðsfólks. Ein gagnreynd aðferð til að stuðla að vellíðan og hindra kulnun er Acceptance and Commitment Therapy (ACT), eða Viðurkenningu og skuldbindingarmeðferð, sem hægt er að beita bæði á einstaklinga og hópa.

Mannauðsstéttin nýtur stuðnings í gegnum fagfélög, eins og Flóru, sem halda árlega ráðstefnur og skapa samverustaði þar sem fagfólk fær meðbyr og stuðning. Þrátt fyrir það er mikilvægt að stjórnendur séu meðvitaðir um að mannauðsstjórar eru einstaklingar sem þurfa hlutlausan stuðning og skilning til að viðhalda andlegri heilsu og geta sinnt starfi sínu af fullum krafti.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Síðasti mannauðsstjóri sem ég var með var algjör hörmung

enda bara ráðin inn til að reka fólk

þegar sú törn var búin var hún líka látin fara

Grímur Kjartansson, 26.8.2025 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband