Árið 2030 spáir Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) að þunglyndi verði ein helsta orsök örorku og ótímabærs dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi rannsókna styður þessa spá og bendir til þess að geðheilsubrestur á vinnustöðum sé vaxandi vandamál sem krefst tafarlausra viðbragða bæði af hálfu atvinnulífsins og hins opinbera.
Vaxandi vandi í vinnuumhverfi
Í ljósi þróunar á vinnumarkaði, tæknivæðingar og aukins upplýsingastreymis þar með talið falsfrétta og annarra veigamikilla áhrifaþátta verða starfsmenn fyrir sívaxandi áreiti. Samfélagsmiðlar og stafrænt álag hafa veruleg áhrif á andlega líðan einstaklinga og stuðla í mörgum tilvikum að kvíða, streitu og vanlíðan. Þessi þróun er ekki líkleg til að snúast við á næstu árum. Spurningin er því ekki hvort, heldur hvernig vinnustaðir ætli að bregðast við.
Ábyrgð stjórnenda og möguleg úrræði
Stjórnendur gegna lykilhlutverki í skvöpun vinnumhverfis sem stuðlar að vellíðan og jafnvægi. Þeir bera ekki aðeins ábyrgð á frammistöðu starfsfólks heldur einnig á líðan þess. Mikilvægt er að stjórnendur kunni skil á einkennum vanlíðanar, þar á meðal þunglyndis, og geti brugðist við af ábyrgð og innsýn. Því miður skortir enn of marga stjórnendur þekkingu, þjálfun og úrræði til að takast á við geðheilsubrest starfsfólks en auðvelt er að fá fræðslu og stuðning.
Það er því tímabært að atvinnulífið, í samstarfi við heilbrigðiskerfið, bjóði upp á markvissa fræðslu og raunhæf verkfæri sem auðvelda stjórnendum, mannauðsstjórum og vinnusálfræðingum að takast á við þennan vaxansi geðheilsuvanda á vinnustöðum áður en hann leiðir til langvarandi fjarveru eða örorku.
Forvarnir sem fjárfesting
Forvarnir eru áhrifaríkasta og hagkvæmasta leiðin til að draga úr langtímakostnaði vegna veikinda og mannauðstaps. Með því að bjóða upp á opið samtal, stuðning frá fagfólki má tryggja að vinnustaðir verði ekki hluti af vandanum heldur hluti af lausninni. Þar eru allir sigurvegarar.
Niðurstaða
Þegar spá WHO er skoðuð í samhengi við þróun í nútíma samfélagi, blasir við að tíminn til aðgerða er naumur. Til að tryggja heilbrigt og samkeppnishæft vinnuumhverfi í framtíðinni verða atvinnurekendur, stjórnendur og stjórnvöld að leggja hönd á plóg. Með aukinni fræðslu, betri úrræðum og skýrri stefnumörkun er hægt að standa vörð um dýrmætasta auðlind hvers vinnustaðar: mannauðinn. Við vitum hver spáin er og þeir sem bregðast strax við sýna rumkvæði í fjármagnsaðhaldi og tryggja samkeppnisforskot.
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Október 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Apríl 2023
- Nóvember 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Október 2021
- Júní 2021
- Júlí 2020
- Júní 2019
- Nóvember 2018
- Ágúst 2018
- Febrúar 2018
- Nóvember 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Mars 2017
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning