Þessi vika er tileinkuð alþjóðlegri vitundarvakningu um einelti á vinnustöðum. Lítið hefur verið rannsakað hvort að fólk í stjórnunarstöðum sé lagt í einelti en í fyrradag voru niðurstöður norskrar rannsóknar á því birt. Niðurstaða þeirrar rannsóknar sýnir að enginn marktækur munur er á einelti gagnvart starfsmönnum né stjórnendum í Noregi. Stjórnendur verða því einnig fyrir einelti á vinnustöðum jafnvel þótt þeir séu í yfirburðastöðu t.d. gagnvart undirmönnum sínum og gætu því verið i þeirri stöðu að geta beitt valdi.
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að 15% vinnandi fólks verður fyrir einelti á vinnustaðnum sínum. Ef vinnandi fólk á Íslandi er 200.000 eru það 30.000 einstaklingar. Þessar prósentutölur eru sláandi og sér í lagi vegna þess að árið 2015 voru þær ca 4-5 %. Það er því óásættanlegt að vinnustaðaeinelti sé að aukast á sama tíma og við vitum enn betur hvaða þættir það eru á vinnustöðum sem orsaka eineltið. Nú eru flestir vinnustaðir með eineltisstefnur og aðgerðaráætlanir. En ætli það sé þá verið að fara eftir þeim?
Áhættumat sem gert er á sálfélagslegum þáttum á vinnustöðum geta minnkað líkurnar á að einelti eigi sér stað á vinnustöðum enda virka þær sem fyrsta forvörn. Eineltið hefur svo afdrifarík áhrif á heilsu og líðan fólks og svo neikvæð áhrif á vinnustaðinn og andrúmsloftið þar að það er algjör skylda stjórnenda að reyna að girða fyrir það. Einelti fullorðinna er tabú og þolendur vilja ekki flíka því að hafa orðið fyrir þess konar ofbeldi enda hræddir um að fá ekki vinnu annars staðar vegna neikvæðra ummæla og stundum slúðurs sem gerandinn heldur áfram að tala um við alla sem nenna að hlusta eða þá ef gerandinn er vinnuveitandinn og gefur þolandanum ekki góð meðmæli sem er hluti af áframhaldandi ofbeldi gagnvart þeirri manneskju. Þessi mál halda áfram og því miður er útlit fyrir að vinnustaðaeinelti sé að aukast.
Flokkur: Bloggar | 17.10.2024 | 15:16 (breytt kl. 15:16) | Facebook
Eldri færslur
- Október 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Apríl 2023
- Nóvember 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Október 2021
- Júní 2021
- Júlí 2020
- Júní 2019
- Nóvember 2018
- Ágúst 2018
- Febrúar 2018
- Nóvember 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Mars 2017
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.