Covid 19 faraldurinn hefur nú varað í 2 ár. Þessi tvö ár hafa verið krefjandi á marga vegu og við höfum eftir bestu getu reynt að lifa sem eðlilegasta lífi við þessar skrýtnu aðstæður. Þessi faraldur hefur haft neikvæð áhrif á líðan og heilsu fólks en nýleg rannsókn gefur til kynna að unga fólkið sé frekar útsettara fyrir streitu, kvíða og þunglyndi tengdum faraldrinum, en aðrir.(Varma, et al, 2021). Í Rannsókninni kom fram að unga fólkið sýndi ekki eins mikla seiglu og eldra fólkið í þessum aðstæðum og að afkomukvíði og þunglyndi fylgdi yngra fólkinu frekar.
Krónísk streita tengd vinnuaðstæðum getur valdið kulnun og þá ef bjargráð einstaklingsins og aðstæðna í vinnustaðarumhverfinu dugar ekki til. Við vitum að heilbrigðiststarfsfólk hefur staðið vaktina við þessar aðstæður í langan tíma en eftir að Covid faraldurinn ruddi sér til rúms hérlendis, bættist ofan á vinnuaðstæður fólks sú ógn að sýkjast af veirunni í vinnunni. Því bættist á streituna og fækkaði þeim persónulegu bjargráðum sem fólk hefur til að halda sér frá kulnum.
Hækkun laun starfsmanna við þessar aðstæður er ekki lausnin. Það er því mikilvægt að stjórnendur kynni sér hvaða vinnuaðstæður þeir sem vinnuveitendur geta haft áhrif á til að koma í veg fyrir kulnum og hvetja starfsfólk sitt til að leita leiða til að gera það sem í þeirra valdi stendur í forvörnum. Þetta er mikilvæg samvinna.Ný rannsókn á kulnum á meðal heilbrigðisstarfsfólk staðfestir eldri rannsóknir sem sýna fram á að ógn af faraldri í vinnuumhverfi hefur áhrif á þróun kulnunar í starfi hjá þessari stétt. Til að mynda eru nokkrar stéttir sem af völdum faraldursins þarf að búa við atvinnuóöryggi eins og t.d atvinna við ferðaþjónustu of flugsamgöngur.
Það er skylda stjórnenda að hlúa að starfsfólki sínu, hlusta á það og kynna sér hvaða forvarnir það eru sem þeir geta sett inn sem verklag á vinnustaðnum og á tímum sem þessum er það enn mikilvægara. Neikvæðar fréttir af smitfjöldahækkunum og eilífum umræðum um faraldurinn getur líka haft sinn toll og því gott að reyna að lífga upp á vinnustaðinn með alls konar uppákomum og með húmorinn að vopni. Það gerir vinnustaðinn ennþá betri og skemmtilegri hvort sem faraldur ríkir eða ekki. Hér er slóð frá OECD með upplýsingum um bjargráð í faraldrinum sem ég hvet stjórnendur og starfsfólk til að kynna sér.
https://www.oecd.org/employment/covid-19.htm
Flokkur: Bloggar | 2.1.2022 | 15:52 (breytt kl. 19:21) | Facebook
Eldri færslur
- Október 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Apríl 2023
- Nóvember 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Október 2021
- Júní 2021
- Júlí 2020
- Júní 2019
- Nóvember 2018
- Ágúst 2018
- Febrúar 2018
- Nóvember 2017
- Ágúst 2017
- Maí 2017
- Mars 2017
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.