Ágreiningur á vinnustað

Erfið samskiptamál eru mikilvægur ábyrgðarþáttur stjórnanda á vinnustað. Eigi hann erfitt með að takast á við slík mál er mikilvægt að fá utanaðkomandi aðstoð. Ágreiningur er hluti af samskiptum fólks og ekki hjá því komist að forðast hann á vinnustað. Ágreiningur getur verið flókinn og margar tilfinningar geta spilað þar inn í. Hann getur þó verið nauðsynlegur varðandi framþróun mála og til að fleiri sjónarmið nái að koma fram, t.d við mikilvæga ákvarðanatöku.

Ágreiningur sem er lítilvægur og snýr að málefnum er auðleysanlegur en hann getur líka verið persónulegs eðlis og þá er mikilvægt að grípa inn í. Persónulegur ágreiningur sem látinn er óáreittur af stjórnanda vinnustaðarins vefur upp á sig og versnar. Meðal annars eykst baktal, fólk fer að skilgreina sig í hópa með eða á móti deiluaðilum, neikvæðni nærist og vinnuframlagið skerðist. Hér liggur listin í því hvort fólk hafi hæfni til að leysa úr ágreiningi með fullnægjandi hætti og þar liggur ábyrgð stjórnandans.

Það er því mikilvægt að taka því alvarlega ef starfsmenn leita til stjórnanda vegna samskiptavanda eða vanlíðan á vinnustað og bregðast strax við. Fólk hefur tilhneigingu til að forðast að ræða ágreiningsmál þar sem þau geta orðið mjög óþægileg. Sú leið er hins vegar ekki líkleg til árangurs.

En hvernig leysir stjórnandi ágreining á vinnustað?

• Gerðu mun á persónulegum ágreiningi og málefnalegum ágreiningi

• Ekki hunsa vandann eða halda að hann muni leysast af sjálfu sér

• Ef vandinn er persónulegs eðlis, ræðið þá hvaða tilfinningar hann hefur í för með sér fyrir þá sem fyrir honum verða

• Deiluaðilar upplifa ekki hlutleysi, reyni stjórnandi að taka á málum með ófullnægjandi hætti og geta því mál vaxið og versnað til muna

• Persónulegur ágreiningur getur haft neikvæðar afleiðingar á aðra starfsmenn vinnustaðarins og þeir þurfa líka stuðning

• Ekki hika við að fá utanaðkomandi aðstoð teljir þú þig ekki geta leyst vandann eða treystir þér ekki til þess sem stjórnandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband