Afsökunarbeiðnin sem aldrei kemur

Við höfum öll á einhverjum tímapunkti upplifað einhver hefði átt biðja okkur afsökunar á hegðun sinni en aldrei gert svo. Við sitjum þá með óunnið sár sem heldur áfram vera opið. Oftast veit viðkomandi hann hafi sært okkur með orðum eða hegðun en stundum veit viðkomandi ekki hann hafi sært okkur. Þarna kemur inn list opna á þetta við viðkomandi. hann hafi sært þig og þér finnist það leitt og hvort hann hafi áttað sig á því hafa gert það. Öðruvísi veit viðkomandi ekki hann hafi sært þig og skilur ekki í því af hverju þú forðast hann eða sért fámáll í samskiptum við hann. Ef honum bregður hins vegar og segist ekki hafa áttað sig á afleiðingum sinna gjörða, þá grær sárið um heilt og málið er dautt.  

Hins vegar er það flóknara þegar fólk særir þig vísvitandi. Þá verður sárið opið því afsökunarbeiðnin mun sennilega ekki koma. Hvað er þá til ráða?  Það fer auðvitað eftir  því hvesu djúpt viðkomandi hefur sært tilfinningar þínar. Hvort þetta vinnufélagi, ættingi eða vinur eða bara einhver út í . Einnig skiptir máli hvernig þú sjálfur vinnur úr slíkum tilfinningum og hvernig persónuleiki þinn er samsettur þegar kemur a því vinna úr slíkum særindum. Þetta varðar því sjálfsmyndina, sjálfsöryggi og getur haft verulega neikvæðar afleiðingar fyrir andlega líðan manns og  þá hvaða bjargráð við notum til vinna úr þessu.  

Best er auðvitað opna á vandann við viðkomandi aðila en margir þora því ekki vegna áhættunnar verða enn meira særð eða vegna stolts. En stoltið ber þig bara hálfa leið þ það leysir ekki innri vandann.  

Það er líka mikilvægt lesa aðeins í aðilann sem særði þig. Gerir hann það oft t.d á vinnustaðnum og við marga aðra eða bara þig? Ertu á óheilbrigðum vinnustað? Er hann oft í árekstrum t.d innan fjölskyldunnar og á í samskiptavanda osfrv. Jafnvel getur þetta veriðí pólitískum tilgangi. Það skiptir líka máli fyrir þína líðan þannig þú getur þá myndað þér skoðun um vandinn hans en ekki þinn. Ef svo er þá mun afsökunarbeiðnin hugsanlega aldrei koma en skiptir það þig þá einhverju máli? Sennilega ekki, mögulega verður þú bara reiður út í viðkomandi sem er þá líka eyðileggjandi tilfinning. Eða þá þú vorkennir viðkomandi fyrir vera eins og hann er og þá mildast þetta frekar. Þitt er auðvitað valið en ljóst er viðkomandi er ekki í stakk búinn til biðjast afsökunar af einhverjum orsökum sem koma þér ekkert við. 

Þetta er verra innan fjölskyldunnar en sama lögmál fylgir, ræðið þetta við viðkomandi til gera metið hvernig þið ætlið bregðast við. Hins vegar afhjúpar sá sem á sig skömmina veit enn frekar sína vankanta með því að biðjast ekki afsökunar. Það eru alltaf skýringar á öllu.


Alþjóðleg vitundarvika um vinnustaðaeinelti - leiðinlegur titill en dauðans alvara

Þessi vika er tileinkuð alþjóðlegri vitundarvakningu um einelti á vinnustöðum. Lítið hefur verið rannsakað hvort fólk í stjórnunarstöðum lagt í einelti en í fyrradag voru niðurstöður norskrar rannsóknar á því birt. Niðurstaða þeirrar rannsóknar sýnir enginn marktækur munur er á einelti gagnvart starfsmönnumstjórnendum í Noregi. Stjórnendur verða því einnig fyrir einelti á vinnustöðum jafnvel þótt þeir séu í yfirburðastöðu t.d. gagnvart undirmönnum sínum og gætu því verið i þeirri stöðu að geta beitt valdi. 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að 15% vinnandi fólks verður fyrir einelti á vinnustaðnum sínum. Ef vinnandi fólk á Íslandi er 200.000 eru það 30.000 einstaklingar. Þessar prósentutölur eru sláandi og sér í lagi vegna þess að árið 2015 voru þær ca 4-5 %. Það er því óásættanlegt að vinnustaðaeinelti sé að aukast á sama tíma og við vitum enn betur hvaða þættir það eru á vinnustöðum sem orsaka eineltið. Nú eru flestir vinnustaðir með eineltisstefnur og aðgerðaráætlanir. En ætli það sé þá verið að fara eftir þeim?  

Áhættumat sem gert er á sálfélagslegum þáttum á vinnustöðum geta minnkað líkurnar á að einelti eigi sér stað á vinnustöðum enda virka þær sem fyrsta forvörn. Eineltið hefur svo afdrifarík áhrif á heilsu og líðan fólks og svo neikvæð áhrif á vinnustaðinn og andrúmsloftið þar að það er algjör skylda stjórnenda að reyna að girða fyrir það. Einelti fullorðinna er tabú og þolendur vilja ekki flíka því að hafa orðið fyrir þess konar ofbeldi enda hræddir um að fá ekki vinnu annars staðar vegna neikvæðra ummæla og stundum slúðurs sem gerandinn heldur áfram að tala um við alla sem nenna að hlusta eða þá ef gerandinn er vinnuveitandinn og gefur þolandanum ekki góð meðmæli sem er hluti af áframhaldandi ofbeldi gagnvart þeirri manneskju. Þessi mál halda áfram og því miður er útlit fyrir að vinnustaðaeinelti sé að aukast.  


Höfundur

Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband